logo

Gítarstofan

Suzukinám

     Í Suzukinámi er boðið upp á faglegt nám í klassískum gítarleik með aðferðarfræði hins japanska fiðluleikara og kennslufræðings Shinichi Suzuki, oft kölluð móðurmálsaðferðin. Aðferðin hefur verið notuð hér á landi um nokkurt skeið í kennslu á strokhljóðfæri og píanó, en Suzukikennsla á gítar er nýmæli á Íslandi.

Það sem aðgreinir hana frá hefðbundnu tónlistarnámi liggur í formi námsins og þeim forsendum sem gengið er út frá. Nemendur hefja nám mjög ungir, foreldrar eru virkir þátttakendur í náminu, lögð er áhersla á hlustun námsefnis og að ná tökum á spilatækni, að spila eftir eyranu, áður en farið er í táknkerfi tónlistarinnar. Nemendur fá bæði einkatíma og hóptíma og byrja fljótt að spila með öðrum.

Í Suzukinámi er gert ráð fyrir að nemendur byrji ungir að læra. Miðað er við að nemendur hefji nám á aldrinum fjögurra til sjö ára.