logo

Gítarstofan

    Gítarstofa Steingríms er vinnustofa Steingríms Birgissonar, gítarleikara. Hann stundaði nám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk þaðan burtfarar- og gítarkennaraprófi á 10. áratug seinustu aldar. Hann fór til framhaldsnáms í gítarleik við Griegakademíuna í Noregi og hefur starfað við gítarleik og kennslu síðustu tvo áratugi. Steingrímur lauk nýlega menntun sem Suzukikennari, og er einn örfárra kennara á landinu sem hafa leyfi til að kalla sig Suzukigítarkennara. Hann lauk mastersprófi frá Listkennsludeild LHÍ árið 2014.